Það er til skoðunar að reka Carlo Ancelotti frá Real Madrid og það mjög fljótlega ef úrslitin batna ekki strax.
Það er reiði í höfuðborg Spánar nú þegar liðið hefur tapað þremur af fimm leikjum í Meistaradeildinni.
COPE á Spáni segir að Santiago Solari fyrrum þjálfari Real Madrid taki við ef Ancelotti verði rekinn núna.
„Solari tekur við ef hlutirnir lagast ekki hratt,“ sagði Roberto Morales blaðamaður COPE.
Solari stýrði Real Madrid frá 2018 til 2019 en hann tæki þá tímabundið við en félagið vill Xabi Alonso næsta sumar.
Solari er fyrrum leikmaður Real Madrid og var í stúkunni á Anfield í gær þegar Real Madrid tapaði 2-0 á Englandi.