Chris Coleman hefur misst starfið sitt á Kýpur en hann var ráðinn stjóri AEL Limassol fyrir þetta tímabilið.
Eftir ellefu leiki í starfi ákvað stjórn Limassol að sparka Coleman úr starfi.
Hann stýrði liðinu til sigur í fjórum leikjum og er liðið með þrettán stig í áttunda sæti deildarinanr í Kýpur.
Coleman hefur farið víða á ferlinum en hann hefur stýrt Wales, Fulham, Sunderland og fleiri liðum.
Coleman þarf nú að finna sér nýtt starf en hann hefur lengi verið í bransanum.