Öll vötn renna til þess að Arnar Gunnlaugsson taki við sem landsliðsþjálfari af Age Hareide sem er hættur með íslenska landsliðið.
Arnar er mest orðaður við starfið og er talið að hann leiði kapphlaupið um starfið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, er mikill vinur Arnars frá þeirra tíð sem knattspyrnumenn.
Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk hefur einnig verið nefndur til leiks.
„Þetta er það eina sem er rætt við mig,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í þætti sínum í dag og átti þar við að Arnar Gunnlaugsson væri líklegast að fá starfið.
Arnar er þjálfari Víkings og þarf KSÍ að kaupa upp samning hans ef sambandið vill fá hann til starfa.