Vigfús Arnar Jósepsson hefur verið ráðinn útsendari hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Vigfús var þjálfari Leiknis og aðstoðarþjálfari KR á síðustu leiktíð.
Lyngby segir á vef sínum að reynslan af Íslendingum hafi verið frábær síðustu ár og er minnst á Frey Alexandersson fyrrum þjálfara liðsins, Alfreð Finnbogason og Sævar Atla Magnússon.
„Við höfum góða reynslu af Íslendingum, þeir eru klárir í þann kúltúr sem er hjá Lyngby. Við erum ánægðir að fá Vigfús,“ sagði Nicas Kjeldsen yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
„Lyngby á að vera staður fyrir unga og efnilega Íslendinga. Við erum spenntir að taka þetta áfram.“