Aiyawatt Srivaddhanaprabha eigandi Leicester boðaði alla leikmenn liðsins á fund og urðaði yfir þá fyrir fyllerí helgarinnar.
Leikmenn Leicester skelltu sér til Kaupmannahafnar í jólapartý, þeir höfðu tapað gegn Chelsea síðasta laugardag og í kjölfarið var Steve Cooper rekinn úr starfi stjóra.
Leikmenn Leicester sáust á næturklúbbi þar sem þeir voru með skilti um að þeir söknuðu Enzo Maresca fyrrum stjóra félagsins.
Eigandinn hefur engan húmor fyrir þessu, Leicester að berjast fyrir lífi sínu og leikmenn gera sér glaðan dag. Lét hann vita að þetta væri ekki boðlegt.
Ruud van Nistelrooy er að taka við sem stjóri liðsins og þarf hann að byrja að taka á svona agamálum.
Leicester City players had their Xmas party in Copenhagen Saturday night.
A sign went round the club….
Sunday, Steve Cooper was sacked.
They must have known. If not it’s a silly thing to do knowing it’s gonna be recorded.
— The Atmosphere Is Electric Podcast (@TAIEpodcast) November 25, 2024