Kylian Mbappe er teiknaður upp sem blóraböggull í liði Real Madrid eftir tapið gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu gær.
Miklar kröfur eru gerðar til Mbappe sem kom til Real Madrid í sumar frá PSG, þar hafði hann verið einn besti leikmaður í heimi.
Mbappe hefur ekki fundið þennan sama takt á Bernabeu í Madrid og fær yfir sig mikla gagnrýni vegna þess.
Mbappe klikkaði á vítaspyrnu á Anfield í gær en í fréttum á Spáni í dag er sagt að aðeins einn maður hjá Real Madrid hafi viljað sækja Mbappe.
Það var forsetinn, Florentino Perez sem öllu ræður. Hann vildi Mbappe og þá var farið í þá vinnu að semja við hann.
Perez hlustaði ekki á þá sem sögðu að koma Mbappe gæti skapað ójafnvægi í hópnum.