Adam Wharton miðjumaður Crystal Palace er sagður ofarlega á blaði Arsenal nú þegar félagið skoðar leikmannahóp sinn.
Stjórnendur Arsenal hittust á dögunum í Bandaríkjunum og teiknuðu upp næstu félagaskiptaglugga.
Wharton er samkvæmt enskum blöðum eitt af þeim nöfnum sem félagið hafi rætt.
Wharton var keyptur til Crystal Palace í janúar en nú vill Palace um að fá 54 milljónir punda.
Miðjumaðurinn er tvítugur en komst í EM hóp Englands í sumar sem þótti nokkuð óvænt.