Allt er að verða klappað og klárt svo að Ruud van Nistelrooy geti tekið við þjálfun Leicester City.
Virtir miðlar segja frá því í kvöld að Nistelrooy sé búin að ganga frá öllu, verið sé að skrifa undir.
Nistelrooy var rekinn sem aðstoðarþjálfari Manchester United á dögunum en Ruben Amorim vildi ekki hafa hann í teymi sínu.
Nistelrooy hafði stýrt United tímabundið eftir brottrekstur Erik ten Hag og vildi svo halda áfram sem aðstoðarþjálfari en fékk það ekki.
Steve Cooper var rekinn frá Leicester á sunnudag og nú er ljóst að Nistelrooy tekur við.
🚨🦊 Ruud van Nistelrooy set to be appointed as new Leicester City head coach!
Agreement done and documents being signed with his camp, as @TeleFootball reports. pic.twitter.com/X5nugcHjAq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 27, 2024