Faðir stórstjörnunnar Neymar hefur gefið sterklega í skyn að sonur sinn sé að fara frá Al-Hilal árið 2025.
Neymar hefur lítið sem ekkert spilað með Al-Hilal í Sádi Arabíu en undanfarna mánuði hafa slæm meiðsli sett strik í reikninginn.
Talið er að félagslið hans vilji losna við Neymar af launaskrá og er hann líklega fáanlegur snemma á næsta ári.
Pabbi Neymar segir að þetta sé algjörlega í höndum Neymar og að hann fái loksins að velja sinn eigin áfangastað fyrir framtíðina.
,,Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist og hvernig Neymar líður heilt yfir. Hann fær að ráða þessu,“ sagði faðirinn.
,,Við höfum aldrei fengið eins mikið frelsi í að ákveða hvert við erum að fara og að fá 32 ára gamlan leikmann fyrir ekkert er guðsgjöf fyrir hvern sem er.“