Varnarmaðurinn Presnel Kimpembe er mættur aftur í leikmannahóp Paris Saint-Germain í fyrsta sinn í 638 daga.
Þetta er mikil styrking fyrir frönsku meistarana en hann hefur glímt við erfið meiðsli í tæplega tvö ár.
Kimpembe meiddist mjög alvarlega 2023 og hefur síðan þá ekki spilað leik fyrir félagið sem þarf á hans kröftum að halda.
Um er að ræða 29 ára gamlan franskan landsliðsmann sem er í hóp hjá PSG gegn Bayern Munchen í kvöld.
Kimpembe hefur allan sinn feril leikið með PSG og á að baki 28 landsleiki fyrir Frakkland.
Kimpembe er þó ekki á bekknum í kvöld en ferðaðist þó með liðinu til Þýskalands.
🇫🇷 Presnel Kimpembe returns to PSG’s squad after 638 days of absence…
The defender hasn’t played since February 26, 2023, following a severe Achilles injury. pic.twitter.com/l4rApPX6Es
— Olt Sports (@oltsport_) November 26, 2024