Tvö ensk stórlið eru í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld en sjö leikir hefjast klukkan 19:00.
Arsenal fær ansi áhugavert verkefni gegn Sporting frá Portúgal sem missti þjálfara sinn fyrr í mánuðinum.
Sporting er sterkt lið frá Portúgal en Ruben Amorim var stjóri liðsins áður en hann tók við Manchester United.
Grannar United í Manchester City mæta þá Feyenoord á heimavelli eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum.
Fyrir leik er Sporting með tíu stig og er án taps í öðru sæti en Arsenal er með sjö stig eftir tap gegn Inter í síðustu umferð.
City tapaði einnig sínum síðasta leik gegn einmitt Sporting, 4-1, og er með sjö stig líkt og Arsenal.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
The Arsenal XI to take on Sporting CP ❤️
Thoughts on the team, Gooners? 🤔 pic.twitter.com/EY0yS6LiUd
— AFTV (@AFTVMedia) November 26, 2024
Tonight’s line-up 📝
XI | Ederson, Lewis, Akanji, Ake, Gvardiol, Gundogan, Bernardo (C), Nunes, Foden, Grealish, Haaland
SUBS | Ortega Moreno, Carson, Walker, Dias, De Bruyne, Savinho, Wright, Simpson-Pusey, O’Reilly, McAtee, Wilson-Esbrand#ManCity | #UCL pic.twitter.com/zkybv3kXNF
— Manchester City (@ManCity) November 26, 2024