Ruud van Nistelrooy er líklega að landa nýju starfi en hann ku vera að taka við liði Hamburg í Þýskalandi.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Florian Plettenberg sem er ansi virtur blaðamaður í einmitt Þýskalandi.
Van Nistelrooy er án starfs þessa stundina en hann var aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá Manchester United.
Hollendingurinn fékk sparkið eftir komu Ruben Amorim og gæti nú verið að taka að sér starf sem aðalliðsþjálfari.
Hamburg er talið vera mjög áhugasamt um Van Nistelrooy sem gerði áður flotta hluti með PSV í Hollandi.