Ruben Amorim stjóri Manchester United segir að Bruno Fernandes verði að hætta að reyna langar sendingar sí og æ.
Þetta var upplifun Amorim eftir 1-1 jafntefli gegn Ipswich í gær sem var fyrsti leikur United undir stjórn Amorim.
„Bruno Fernandes bætti sig eftir að hann fór neðar á völlinn, hann var meira með boltann og tók langar sendingar,“ segir Amorim.
Bruno byrjaði leikinn á því að vera fyrir aftan framherjann en fór svo á miðja miðjuna í seinni hálfleik.
„Þú getur ekki reynt langar sendingar öllum stundum eins og hann vill kannski gera.“
„Við verðum að finna út úr því hvernig leikmennirnir virka, við þurfum mikinn tíma til að vinna í þessum hlutum.“