Óvænt tíðindi hafa borist úr Vesturbæ Reykjavíkur en Geir Þorsteinsson er mættur aftur í starf framkvæmdarstjóra KR.
Frá þessu var sagt í Dr. Football hlaðvarpinu.
Geir er mikill KR-ingur en þar ólst hann upp og starfaði sem þjálfari í yngri flokkum og síðar í stjórnunarstöðum.
Hann var framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands frá 1997 til 2007 og síðan formaður frá árinu 2007 til ársins 2017.
Geir hefur síðustu ár verið framkvæmdarstjóri ÍA og Leiknis en mætir nú aftur heim. Hann hefur gríðarlega þekkingu í starfi og ljóst að hann getur hjálpað KR-ingum að nota alla þá fjármuni sem félagið hefur náð að sækja sér á síðustu mánuðum.