Neil Finbow er maðurinn sem Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United vildi berja í gær eftir leik Ipswich og Manchester United.
Keane er hataður hjá Ipswich eftir veru hans sem stjóri þar en þar gekk á ýmsu og var Keane rekinn úr starfi.
Finbow hefur nú uppljóstrað því hvað hann sagði sem varð til þess að Keane bauð honum að hittast á bílastæðinu fyrir utan leikvanginn.
„Ég minnti hann á það hann setti okkur fimm ár aftur í tímann og skemmdi félagið okkar,“ sagði Finbow.
Roy Keane wanted it in the car park 👊🏻🤣 #ipswich #ManU #IPSMU #SuperSunday pic.twitter.com/F3Ua5uX9Bw
— Aden Clarke (@adenLFC4life) November 24, 2024
„Ég minnti hann á það að hann ætti ekki að koma nálægt vellinum okkar, ég minnti hann á það hvernig hann yfirgaf Írland rétt fyrir HM og hvernig hann braut löppina á Haaland.“
„Ég hata hann og þetta hefur kraumað í mér frá því að hann var rekinn frá okkur.“