Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Vals segist hafa heimildir fyrir því að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekkert að ýta á það að fara frá Val.
Það hefur vakið athygli og umræðu eftir að 433.is sagði fyrst allra frá því að Víkingur hefði lagt fram tilboð í Gylfa.
Samkvæmt heimildum 433.is var tilboðið ansi rausnarlegt á íslenskan mælikvarða en Gylfi er 35 ára gamall.
„Sagan segir Gylfa sé ekki ýta á eitt né neitt, kannski myndi Valur horfa á þetta öðruvísi ef hann væri að því,“ segir Jóhann Már um stöðu mála.
Gylfi hefur verið orðaður við Víking frá því á miðju sumri. „Þessi gæi verður eirðarlaus þegar allt er amatörlegt og þegar furðulegt sumar er eins og var á Hlíðarenda,“ sagði Hjörvar Hafliðason.
Jóhann sagðist vita af tveimur augnablikum í sumar þar sem Gylfi var ekki sáttur. „Hann var pirraður þegar Valur datt úr bikarnum, mjög úrillur og brjálaður þegar Valur tapaði 4-1 í Úlfarsárdal gegn Fram.“