Arsenal reyndi að fá markvörðurinn Joan Garcia í sumar en hann er á mála hjá Espanyol á Spáni.
Samkvæmt spænskum miðlum á borð við Marca þá bauð Arsenal 20 milljónir evra í leikmanninn en Espanyol bað um 30.
Ekkert varð úr skiptunum að lokum og fékk Garcia tækifærið sem markvörður númer eitt hjá Espanyol í kjölfarið.
Garcia sér alls ekki eftir því að hafa ekki komist til Arsenal en hann spilaði aðeins 14 deildarleiki fyrir liðið í fyrra í næst efstu deild.
,,Ég reyndi að hundsa allar sögusagnir sem voru í gangi. Ég fékk tækifærið sem ég hafði beðið eftir, að verða markvörður númer eitt hjá Espanyol og ég gat ekki misst af því tækifæri,“ sagði Garcia.
Spánverjinn hefur staðið sig vel á þessari leiktíð og hefur hingað til spilað alla 12 deildarleiki liðsins í efstu deild.