Roberto De Zerbi er ekki að segja af sér sem stjóri Marseille þrátt fyrir að hafa misst hausinn eftir 3-1 tap gegn Auxerre í byrjun nóvember.
De Zerbi er fyrrum stjóri Brighton en hann hótaði að hætta eftir tapið gegn Auxerre á heimavelli í efstu deild Frakklands.
Marseille svaraði fyrir sig í gær og vann Lens 3-1 á útivelli en liðið situr þessa stundina í þriðja sæti deildarinnar.
Ítalinn bendir á að hann hafi ekki flúið Úkraínu þar sem ahnn vann hjá Shakhtar Donetsk eftir innrás Rússlands árið 2022.
,,Ég tek mína ábyrgð á þessu. Ég vil koma því á framfæri að ég ætla ekki að forða mér burt. Ég verð áfram,“ sagði De Zerbi.
,,Ég flúði ekki Shakhtar jafnvel þó að Vladimir Putin hafi ráðist á Úkraínu. Ég hef trú á þessu Marseille liði.“
,,Ég hef trú á leikmönnunum sem ég er að þjálfa. Ég er ekki að fara annað.“