Þrír stuðningsmenn Real Madrid hafa verið handteknrir fyrir rasisma í garð leikmanna Barcelona.
Frá þessu greinir lögreglan á Spáni en Lamine Yamal og Raphinha urðu fyrir rasisma í El Clasico fyrr á tímabilinu.
Real tók á móti Barcelona á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu, en fékk skell og tapaði viðureigninni 4-0.
Ónefndir aðilar voru með rasisma í garð leikmanna gestaliðsins og eftir rannsókn lögreglu voru þrír handteknir vegna þess.
Þessir menn verða dæmdir í lífstíðarbann frá Santiago Bernabeu og eiga yfir höfði sér háa sekt fyrir þessa óásættanlegu hegðun.