Liverpool lenti í töluverðu basli gegn Southampton í dag en leikið var á St. Mary’s, heimavelli þess síðarnefnda.
Liverpool komst yfir á 30. mínútu er Dominik Szbobozlai nýtti sér mistök í vörn heimamanna og skoraði laglegt mark.
Southampton jafnaði metin á 42. mínútu en Adam Armstrong kom boltanum í netið eftir vítaspyrnu.
Andy Robertson gerðist brotlegur innan teigs en Armstrong klikkaði á spyrnunni en náði frákastinu og jafnaði í 1-1.
Það er mikið rætt þessa vítaspyrnu en möguleiki er á að VAR hafi gert mistök og að um brot fyrir utan teig hafi verið að ræða.
Mynd af þessu má sjá hér.
Match Center clarifies the VAR decision as ‘no evidence the foul was outside the box’ so it looks like another terrible call from Stockley Park, but, are we happy they didn’t get involved here? Or is this VAR not doing it’s job correctly? pic.twitter.com/cJPDNDiSZX
— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) November 24, 2024