Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Jamie Vardy fái ekki það hrós sem hann á skilið frá ensku þjóðinni.
Maresca vann með Vardy á síðustu leiktíð hjá Leicester áður en hann tók við keflinu hjá Chelsea í sumar.
Vardy er orðinn 37 ára gamall en hann er enn á fullu og hefur skorað fjögur mörk í 10 leikjum í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
,,Vardy er stórkostlegur leikmaður og fólk áttar sig ekki alveg á hversu góður hann er,“ sagði Maresca.
,,Ég veit að England hefur verið ansi heppið með framherja eins og Harry Kane, Wayne Rooney og marga aðra en ef þú spyrð mig þá hefur hann verið sá besti.“
,,Hann getur gert svo marga hluti á velli eins og að hlaupa inn fyrir vörnina og klára færin en það sem er sérstakt er hversu opinn hann er fyrir nýjum hugmyndum.“