Poppstjarnan heimsfræga Jason Derulo tapaði ansi hárri fjárhæð í gær en hann er staddur á Englandi þessa stundina.
Derulo er nafn sem margir kannast við en hann hefur gefið út mörg heimsfræg lög í gegnum tíðina.
Að eigin sögn þá er Derulo stuðningsmaður Leicester City sem vann ensku úrvalsdeildina fyrir átta árum síðan.
Leicester spilaði við Chelsea í gær og tapaði 2-1 á heimavelli eftir að hafa skorað úr vítaspyrnu til að laga stöðuna í blálokin.
Derulo hafði mikla trú á sínu liði og ákvað að veðja 3,5 milljónum króna á sigur sem tapaðist að lokum.
,,Þegar ég er í Bretlandi þá snýst allt um fótbolta. Mínir menn í Leicester spila gegn Chelsea,“ sagði Derulo fyrir leik.
,,Ég ákvað að setja 25 þúsund dollara á mitt lið, Leicester. Hvaða lið haldið þið að vinni leikinn?“