Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Marnick Vermijl sem var á mála hjá Manchester United á sínum tíma.
Vermijl var efnilegur leikmaður á sínum yngri árum og spilaði einn leik fyrir Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson.
Árið 2015 samdi bakvörðurinn vil Sheffield Wednesday og lék síðar fyrir Preston og Scunthorpe á Englandi.
Eftir það fór leikmaðurinn til Hollands og samdi við MVV í næst efstu deild Hollands og lék þar í tvö ár.
Vermijl ákvað svo að segja skilið við atvinnumannabolta og skrifaði undir samning við Thes sem var þá í fjórðu efstu deild Belgíu og hefur verið þar undanfarin fjögur ár.
Ekki nóg með það að vera í hlutavinnu sem fótboltamaður er þessi 32 ára gamli maður að vinna fyrir póstinn.
,,Ég var kominn með nóg af því að vera atvinnumaður. Að finna ánægjuna á ný var stórt fyrir mig,“ sagði Vermijl við Niewsblad í heimalandinu, Belgíu.
,,Í vinnunni hjá póstinum þá þarf ég að vakna klukkan fjögur en er kominn heim um hádegi til keyra börnin heim úr skólanum. Það er lúxuslífið.“