fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433Sport

Fyrrum undrabarnið hætti í atvinnumennsku til að vinna fyrir pósthúsið – ,,Það er lúxuslífið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Marnick Vermijl sem var á mála hjá Manchester United á sínum tíma.

Vermijl var efnilegur leikmaður á sínum yngri árum og spilaði einn leik fyrir Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Árið 2015 samdi bakvörðurinn vil Sheffield Wednesday og lék síðar fyrir Preston og Scunthorpe á Englandi.

Eftir það fór leikmaðurinn til Hollands og samdi við MVV í næst efstu deild Hollands og lék þar í tvö ár.

Vermijl ákvað svo að segja skilið við atvinnumannabolta og skrifaði undir samning við Thes sem var þá í fjórðu efstu deild Belgíu og hefur verið þar undanfarin fjögur ár.

Ekki nóg með það að vera í hlutavinnu sem fótboltamaður er þessi 32 ára gamli maður að vinna fyrir póstinn.

,,Ég var kominn með nóg af því að vera atvinnumaður. Að finna ánægjuna á ný var stórt fyrir mig,“ sagði Vermijl við Niewsblad í heimalandinu, Belgíu.

,,Í vinnunni hjá póstinum þá þarf ég að vakna klukkan fjögur en er kominn heim um hádegi til keyra börnin heim úr skólanum. Það er lúxuslífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum

Byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik Amorim – Hojlund og Mainoo á bekknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír handteknir fyrir rasisma

Þrír handteknir fyrir rasisma
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld

Enginn skapað fleiri færi í ensku úrvalsdeildinni – Var magnaður í kvöld
433Sport
Í gær

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli
433Sport
Í gær

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni

Gæti séð Alfreð landa þessu stóra starfi erlendis í framtíðinni