Manchester City tapaði 4-0 gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið lék á heimavelli.
City hefur svo sannarlega verið í lægð undanfarið og hefur nú tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum.
City hefur ekki verið í eins lægð í heil 18 ár en Tottenham vann nokkuð sannfærandi útisigur í gær gegn meisturunum.
Þetta er í fyrsta sinn í 18 ár sem City tapar fimm leikjum í röð og í fyrsta sinn sem Pep Guardiola, stjóri liðsins, lendir í sömu lægð.
Guardiola var sjálfur að skrifa undir nýjan samning við Englandsmeistarana sem spila við Liverpool á útivelli um næstu helgi.