Það eru allar líkur á því að David Moyes taki við Everton ef Sean Dyche verður látinn fara frá félaginu.
Þetta kemur fram í grein the Sun en Moyes er án félags í dag eftir að hafa yfirgefið West Ham í úrvalsdeildinni.
Moyes þekkir vel til Everton og náði flottum árangri þar á sínum tíma áður en hann hélt til Manchester United árið 2013.
Viðskiptamaðurinn Dan Friedkin er að vinna í því að kaupa Everton af Farhad Moshiri og hefur mikinn áhuga á að ráða Moyes til starfa.
Dyche vonast sjálfur til að fá enn meiri tíma á Goodison Park en gengi liðsins í vetur hefur ekki verið heillandi.
Moyes vann hjá Everton frá 2002 til 2013 en hefur síðan þá unnið hjá United, Real Sociedad, Sunderland og West Ham.