Joshua Zirkzee er nú þegar byrjaður að horfa aftur til Ítalíu ef marka má ítalska miðilinn La Stampa.
Í grein blaðsins kemur fram að Zirkzee hafi verið í sambandi við Juventus áður en janúarglugginn opnar á næsta ári.
Thiago Motta er stjóri Juventus en hann vann með Zirkzee hjá Bologna í fyrra þar sem Hollendingurinn stóð sig vel.
Zirkzee skoraði 11 deildarmörk fyrir Bologna en hann hefur ekki staðist væntingar eftir komu til Manchester í sumar.
Um er að ræða 23 ára gamlan sóknarmann sem skoraði í sínum fyrsta leik en hefur ekki komist á blað síðan þá.
Zirkzee er með eitt mark í 16 leikjum í heildina og er ekki víst að hann sé ofarlega á lista Ruben Amorim sem tók við United á dögunum.