Gary Neville sér ekki beint eftir þeim ummælum sem hann lét falla um stjörnur Manchester United, Casemiro og Marcus Rashford.
Neville baunaði á báða aðila í landsleikjahlénu eftir að þeir gerðu sér ferð til Bandaríkjanna og sáust á meðal annars á körfuboltaleik.
Neville sá ástæðu til þess að biðjast afsökunar en aðeins á því að hann hafi ruglað saman New York og Portland.
,,Ummælin sem ég lét falla um Casemiro og Marcus Rashford og Bandaríkin, ég var bara að hugsa eins og leikmaður Manchester United,“ sagði Neville.
,,Þú færð nokkra daga í frí, félagið er í 13. sæti deildarinnar og þjálfarinn var að fá sparkið. Þetta er erfiður kafli á tímabilinu og nýr stjóri er að mæta inn.“
,,Ég sagði að ég hefði ekki valið ferð til Bandaríkjanna, ég náði einu röngu, þeir fóru til New York ekki Portland svo ég biðst afsökunar á því.“
,,Tímamismunurinn er hins vegar 5-6 klukkutímar og þeir ferðast í flugvél. Casemiro er 30 ára gamall.“