Það er talið að Inter Miami sé aðeins að ráða Javier Mascherano til starfa til að halda stórstjörnunni Lionel Messi.
Frá þessu greina miðlar í Argentínu en Mascherano er fyrrum samherji Messi hjá Barcelona og í argentínska landsliðinu – hann tekur við sem nýr stjóri Miami.
Tata Martino ákvað að segja upp störfum hjá Miami á föstudag en samband hans og Messi var mjög gott utan vallar.
Miami er talið vera að fá inn reynslulítinn Mascherano til að fá Messi til þess að skrifa undir samning til 2026.
Mascherano er fertugur og lagði skóna á hilluna árið 2020 en hann hefur aðeins þjálfað yngri landslið Argentínu á ferlinum.
Þetta er fyrsta starf Mascherano sem aðalliðsþjálfari en hann og Messi eru góðir vinir sem gæti sannfært þann síðarnefnda um að framlengja samning sinn til lengri tíma.