Cristiano Ronaldo er að missa mikilvægan liðsfélaga til Tyrklands en frá þessu geinir Yagiz Sabuncuoglu.
Um er að ræða Brasilíumanninn Anderson Talisca en hann og Ronaldo eru saman hjá Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Talisca er 30 ára gamall en hann er á leið til Fenerbahce og mun þar vinna undir stjórn Jose Mourinho.
Mourinho og Ronaldo þekkjast vel en þeir eru báðir frá Portúgal og voru saman hjá Real Madrid á sínum tíma.
Samkvæmt þessum heimildum mun Talisca skrifa undir í janúarglugganum en hann tekur á sig töluverða launalækkun með þessum skiptum.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Al-Nassr sem er í vandræðum með að vinna deildarmeistaratitilinn í Sádi.