Rodri, besti leikmaður heims 2024, viðurkennir að hann þurfi að hlusta ef hann fær símtal frá stórliði Real Madrid á næsta ári.
Rodri er samningsbundinn Manchester City til ársins 2026 og er því pressa á enska félaginu að framlengja samning hans á næstu mánuðum.
Þessi 28 ára gamli leikmaður er frá Spáni líkt og Real en hann lék áður með grönnunum í Atletico Madrid og þekkir því höfuðborgina ansi vel.
,,Ég á tvö ár eftir af samningnum mínum og bráðlega þurfum við að fá okkur sæti og ræða málin á ný,“ sagði Rodri.
,,Það er augljóst að framlenging Pep Guardiola gerir mikið fyrir mig en mér líður eins og mikilvægum hlekk í liðinu. Eins og er þá er ég ánægðpur.“
,,Auðvitað þegar Real Madrid, besta og sigursælasta félag heims, hringir í þig þá er það heiður. Þú verður að hlusta á það sem þeir hafa að segja.“
,,Ég horfi þó ekki of langt fram veginn og það eru líkur á því að ég endi ferilinn á Englandi.“