Pep Guardiola hefur skrifað undir samning við Manchester City til ársins 2027 en hans samningur átti að renna út næsta sumar.
Guardiola viðurkennir að hann hafi íhugað það að yfirgefa City á næsta ári en gengi liðsins í dag hafði mögulega stór áhrif.
City hefur ekki byrjað eins vel á þessu tímabili og undanfarin ár sem er ákveðin áskorun fyrir þennan sigursæla þjálfara.
,,Ég taldi að ég gæti ekki farið á þessum tímapunkti – svo einfalt er það,“ sagði Guardiola.
,,Það er kannski því við höfum tapað fjórum leikjum í röð og ég fann það að félagið vildi ennþá halda mér.“
,,Við höfum unnið mikið saman og ég finn fyrir ást en að lokum þá þarftu að vinna. Ég er samningsbundinn en ég veit að ef við vinnum ekki þá held ég ekki áfram.“