Fyrrum undrabarnið Causso Darame hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi eftir að hafa ráðist á 19 ára gamlan strák.
Darame er nafn sem einhverjir gætu kannast við en hann var hluti af liði Swansea í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma en var látinn fara árið 2018.
Darame var talinn mjög efnilegur á táningsaldri en hann spilaði síðast með liði VfR Horst í Þýskalandi og átt einnig dvöl í Portúgal.
Í dag er Darame 25 ára gamall en hann var dæmdur fyrir það að ráðast á 19 ára gamlan strák með hníf sem varð til að hann lamaðist.
Darame stakk ungan mann að nafni Ronnie Evans og stal af honum skartgripum – sá síðarnefndi þarf í dag að notast við hjólastól.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darame er fundinn sekur en hann var dæmdur í 28 mánaða fangelsi snemma á síðasta ári fyrir sölu á eiturlyfjum.
Tekið er fram að Edwards hafi verið nær dauða en lífi eftir árásina sem var framkvæmd með svokölluðum ‘Rambo’ hníf.