Leicester 1 – 2 Chelsea
0-1 Nicolas Jackson(’15)
0-2 Enzo Fernandez(’75)
1-2 Jordan Ayew(’94, víti)
Chelsea vann sterkan útisigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Leicester City á útivelli.
Um var að ræða fyrsta leik úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé en fleiri leikir fara fram síðar í dag.
Nicolas Jackson kom Chelsea yfir með fínu marki í fyrri hálfleik áður en Enzo Fernandez bætti við öðru er um 15 mínútur voru eftir.
Leicester fékk svo vítaspyrnu er örfáar mínútur voru eftir og tókst að minnka muninn í 2-1.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og fagnaði útiliðið mikilvægum þremur stigum að þessu sinni.