Eins og flestir vita þá tapaði Manchester City gegn Tottenham í kvöld í ensku úrvalsdeildinni.
Leiknum lauk með 4-0 sigri Tottenham og var þetta þriðja tap Englandsmeistarana í deildinni í röð.
Tottenham kom í raun mörgum á óvart í þessum leik og þá aðallega það að liðið hafi unnið svo öruggan sigur.
Dejan Kulusevski átti frábæran leik fyrir Tottenham en hann var duglegur að skapa færi fyrir liðsfélaga sína.
Enginn leikmaður á tímabilinu hefur nú skapað fleiri færi en Kulusevski sem er á toppnum með 33.
Þrír leikmenn eru í öðru sætinu en það eru þeir Andreas Pereira, Bukayo Saka og Cole Palmer með 32.