Stórstjarnan Neymar hefur viðurkennt það að hann hafi íhugað að leggja knattspyrnuskóna á hilluna undir lok síðasta árs.
Neymar meiddist illa á hné í október á síðasta ári og síðan þá hefur hann aðeins spilað 13 mínútur með félagsliði sínu Al-Ahli í Sádi Arabíu.
Brassinn sneri aftur á völlinn í þessar 13 mínútur fyrir nokkrum vikum en meiddist strax í fyrsta leik og mun líklega ekki spila meira á þessu ári.
,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp. Ég viðurkenni að þetta eru erfiðustu meiðsli sem ég hef glímt við á ferlinum,“ sagði Neymar.
,,Ég var svo sár og andlega búinn eftir fyrsta mánuðinn. Ég vissi að ég yrði lengi frá og að vera á hliðarlínunni er virkilega erfitt.“
,,Í byrjun þá finnurðu bara fyrir sársauka og ég vildi hætta. Ég óskaði þess að ég gæti beygt hnéð og látið sársaukann hverfa.“