Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segist hafa séð rautt flagg hjá Erik ten Hag þegar hann hitti hann fyrst.
Carragher og Gary Neville fóru þá á æfingasvæði Manchester United og tóku viðtal við Ten Hag.
„Aðeins þeir sem vinna í sama umhverfi geta sagt frá fyrstu hendi hvernig stjórinn starfar á bak við tjöldin, en fyrir okkur sem horfum á þetta utanfrá þurfum að dæma hlutina öðruvísi,“ segir Carragher í nýjum pistli
„Án þess að staldra of mikið við fortíð United þá var þetta rautt flagg gegn Ten Hag frá fyrsta degi. Eftir tvo leiki í starfi fórum ég og Gary Neville og fengum þá ánægju að taka viðtal við Ten Hag á æfingasvæði United. Hann var kurteis maður en það var engin tilfinning um að þarna væri einhver X-factor.“
Ten Hag var rekinn fyrrir fjórum vikum úr starfi og er Ruben Amorim mættur til starfa.
„Þegar ég keyrði í burtu eftir viðtali sneri ég mér að Gary og sagði, Hann hlýtur að vera ofurþjálfari því þarna er ekki mikill karakter.“