Það mun taka Ruben Amorim um 18 mánuði að ná að koma sinni hugmyndafræði til skila á Old Trafford að sögn Rene Meulensteen.
Meulensteen er fyrrum þjálfari á Old Trafford en Amorim tók við United þann 11. nóvember eftir dvöl hjá Sporting í Portúgal.
Pressan er þónokkur á Amorim enda hefur gengi United undanfarin ár ekki verið ásættanlegt. Erik ten Hag fékk sinn tíma til að koma liðinu á beinu brautina en var svo rekinn undir lok síðasta mánuðar.
,,Amorim er með mikinn karisma og er sniðugur þegar kemur að taktík og hann vill koma sinni hugmyndafræði á framfæri í Manchester,“ sagði Meulensteen.
,,Hvort það muni skila árangri í framtíðinni, tíminn mun leiða það í ljós en ég veit að það mun taka hann allavega 18 mánuði að koma sinni hugmyndafræði inn í hópinn.“
,,Hann veit að þetta snýst um frammistöðu og úrslit, það skiptir engu máli hvort þú sért ungur eða gamall þjálfari.“