fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433Sport

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. nóvember 2024 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt það að breyta reglum þegar kemur að samningum um auglýsingar sem félög geta gert.

Ástæðan fyrir breytingunni á APT reglunum er dómur sem féll á dögunum.

Þar var úrskurðað að enska deildin hefði gengið of langt í reglum sínum sem félagið setti vegna Manchester City.

„Tilgangur APT reglnanna er að tryggja að klúbbar geti ekki notið góðs af viðskiptasamningum eða lækkun á kostnaði sem er ekki á sanngjörnu markaðsvirði í krafti tengsla við tengda aðila,“ segir í reglunum.

Eigendur Manchester City geta sem dæmi þá ekki notað fyrirtæki sem þeir eiga til að gera samninga sem ekki teljast á eðlilegum grunni.

16 félög samþykktu þessar breytingar en fjögur kusu gegn þeim, vitað er að bæði City og Aston Villa voru á móti þessum reglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram

Ísland mætir Kósovó í umspili – Óvíst hvar heimaleikur Íslands fer fram
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu

Hefur áhyggjur af Sancho hjá Chelsea og færir rök fyrir máli sínu