Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt það að breyta reglum þegar kemur að samningum um auglýsingar sem félög geta gert.
Ástæðan fyrir breytingunni á APT reglunum er dómur sem féll á dögunum.
Þar var úrskurðað að enska deildin hefði gengið of langt í reglum sínum sem félagið setti vegna Manchester City.
„Tilgangur APT reglnanna er að tryggja að klúbbar geti ekki notið góðs af viðskiptasamningum eða lækkun á kostnaði sem er ekki á sanngjörnu markaðsvirði í krafti tengsla við tengda aðila,“ segir í reglunum.
Eigendur Manchester City geta sem dæmi þá ekki notað fyrirtæki sem þeir eiga til að gera samninga sem ekki teljast á eðlilegum grunni.
16 félög samþykktu þessar breytingar en fjögur kusu gegn þeim, vitað er að bæði City og Aston Villa voru á móti þessum reglum.