Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og eins og venjulega stýra þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson þættinum, en Íþróttavikan kemur út vikulega hér á 433.is.
Í þætti kvöldsins hringja strákarnir í Adam Pálsson, sem er staddur á Ítalíu þar sem hann spilar með Perugia. Þar ræðir kappinn fyrstu mánuði sína í Serie C, en hann er hjá Perugia á láni frá Val.
Helgi og Hrafnkell gera þá upp leiki karlalandsliðsins á dögunum með Herði Snævari Jónssyni, auk þess sem farið er yfir margt fleira úr vikunni sem er að líða.
Horfðu á þáttinn í spilaranum hér ofar eða hlustaðu hér neðar. Einnig má nálgast þáttinn á helstu hlaðvarpsveitum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar