Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var ekki viðstaddur dráttinn þegar dregið var í umspil Þjóðadeildarinnar í dag, Ísland mætir Kósóvó í mars.
Fótbolti.net vekur athygli á því að Hareide hafi ekki mætti ekki á svæðið fyrir dráttinn.
Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður Hareide var mættur á svæðið og sat fyrir ofan Heimir Hallgrímsson þjálfara Írlands.
Framtíð Hareide hefur mikið verið til umræðu síðustu vikurnar og rætt um hvort KSÍ muni nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans.
Hareide sjálfur segir enga ákvörðun hafa verið tekna en forráðamenn KSÍ hafa forðast það að ræða málið, hvort Hareide verði áfram í starfi eða ekki.
433.is hefur síðustu tvo daga reynt að ná í Þorvald Örlygsson formann sambandsins en hann lætur ekki ná í sig og hefur í reynt ekki tjáð sig um þjálfaramálin frá því að þau fóru í umræðuna fyrir mánuði síðan.