Ljóst er að Óli Valur Ómarsson verður dýrasti leikmaður sögunnar sem íslenskt félag hefur fest kaup á. Breiðablik er að kaupa Óla Val frá Sirius í Svíþjóð.
Samkvæmt heimildum 433.is er kaupverðið á Óla í kringum 15 milljónir.
Óli Valur var á láni hjá Stjörnunni í sumar frá Sirius en nú er ljóst að Breiðablik er að ganga frá kaupum á hann.
Óli er annar leikmaðurinn sem Breiðablik kaupir af Sirius á síðasta árinu en félagið keypti Aron Bjarnason frá sama félagi fyrir liðið tímabilið.
Óli Valur er uppalinn í Stjörnunni og það er talsvert högg fyrir félagið að sjá hann fara í Breiðablik.