Forráðamenn Manchester City leggja mikla áherslu á það að framlengja við Erling Haaland með samningi sem myndi færa honum 17,5 milljarð.
Haaland hefur mikið verið orðaður við Real Madrid og Barceloan en hjá City vilja menn halda honum.
Félagið telur að nýr samningur við Pep Guardiola stjóra liðsins hjálpi til að sannfæra Haaland.
Haaland myndi fá 500 þúsund pund á viku og verða launahæsti leikmaður í sögu ensku deildarinnar.
Samningurinn myndi færa honum öruggar 100 milljónir punda en ofan á það kæmu svo góðir bónusar fyrir norska framherjann.