UEFA hefur viðurkennt að dómarar í VAR tækninni hafi gert mistök í leik í Þjóðadeildinni í vikunni. Um var að ræða leik Svíþjóðar og Aserbaídsjan.
Svíar unnu 6-0 sigur en Alexander Isak framherji liðsins fór svekktur af velli eftir að hafa ekki skorað.
Isak klikkaði á vítaspyrnu í leiknum og svo var tekið mark af honum með VAR tækninni.
UEFA hefur nú játað mistök en flestum var augljóst að Isak var aldrei rangstæður í marki sem hann skoraði.
Í raun er dómurinn ótrúlegur þegar tæknin á að vera til staðar.
UEFA have confirmed that Alexander Isak's goal for Sweden v Azerbaijan was incorrectly disallowed by VAR.
You don't say.#NUFC pic.twitter.com/xhvql0jqBF
— Dominic Scurr (@DomScurr) November 20, 2024