Jamie O’Hara fyrrum miðjumaður Tottenham óttast það að Jadon Sancho sé að falla í sama gamla farið hjá Chelsea eftir fína byrjun hjá félaginu.
Sancho var í þrjú ár í herbúðum Manchester United án þess að ná takti.
Chelsea fékk hann í sumar og eftir ágætis byrjun hefur hallað hratt undan fæti hjá Sancho, missti hann út nokkra leiki vegna veikinda.
„Sancho hefur fengið tækifærið hjá Chelsea til að afsanna það sem búið er að segja um hann. United eyddi miklum fjármunum í hann og það gekk ekki. Hann fer til Chelsea og byrjar frábærlega en hefur farið aftur í sama gamla farið,“ sagði O´Hara.
„Vandamál Sancho hjá Chelsea er að það eru bara betri leikmenn en hann þarna. Pedro Neto og Noni Madueke hafa meiri áhrif á leikinn en hann. Hann þarf að koam sér í takt og reyna að sanna sig. Annars verður hann bara á bekknum.“
„Það er erfitt með svona marga leikmenn þarna en mér sýnist Enzo Maresca hafa komist að því Sancho er ekki nógu góðir.“