Hilario fyrrum markvörður Chelsea hefur sagt upp störfum hjá félaginu eftir átján ára dvöl, hann mun fara og starfa fyrir enska landsliðið.
Hilario verður markmannsþjálfari enska landsliðsins nú þegar Thomas Tuchel er að taka við liðinu.
Hilario gekk í raðir Chelsea sem leikmaður árið 2006 og lék hjá félaginu til ársins 2014.
Hann hefur síðan þá verið í þjálfun hjá Chelsea en Portúgalinn er einkar geðþekkur naúngi.
Hilario er einn af mörgum sem Thomas Tuchel er að fá með sér í verkefnið en pressa er á þann þýska að gera England að Heimsmeisturum.