Liam Payne fyrrum söngvari One Direction var borin til grafar á Englandi í gær en mikill fjöldi af þekktu fólki mætti og gekk með honum síðasta spölinn.
Payne lést í Argentínu á dögunum en hann féll niður nokkrar hæðir á hóteli sínu, hafði hann tekið inn nokkuð magn eiturlyfja.
Einn af þeim sem mætti í útförina var Adrian Chiles sjónvarpsmaður sem hefur í mörg ár verið vinsæll á Englandi.
Chiles og Payne voru miklir vinir en það vakti athygli að Chiles mætti í West Brom úlpu, voru netverjar margir að níða honum skóinn fyrir klæðnaðinn í útför Payne.
Sagan af úlpunni er hins vegar falleg. Chiles og Payne voru duglegir að fara saman á leiki West Brom sem var liðið sem þeir báðir studdu í enska boltanum.
„Sagan af úlpunni varð falleg, einstakur maður,“ skrifar Charlie Herbert um málið.
You see this and initially think it’s a bit funny and weird, and then you learn he and Liam went to West Brom games together, and it suddenly becomes a beautifully touching tribute. What a lovely man. https://t.co/bVZLASAMlE
— Charlie Herbert (@CharlieHerb9) November 20, 2024