fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
433Sport

Arnar hefði áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hefði áhuga á starfinu sem landsliðsþjálfari Íslands ef það verður í boði núna á næstu vikum. Á sama tíma segist hann mjög ánægður í Víkinni og vilji ekki fara bara eitthvað.

Mikil umræða er um starfið hjá Age Hareide og hvort KSÍ muni nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hans. Hareide eða KSÍ hafa ekki viljað ræða þetta.

„Eins og staðan er í dag, ekki nema ég verði rekinn fyrir að koma okkur ekki í umspilið í Sambandsdeildinni,“ sagði Arnar í hlaðvarpinu Seinni níu um það hvort hann verði áfram í Víkinni.

Hann var svo spurður að því hvort hann hefði áhuga á starfinu í Laugardalnum. „Þetta er erfið spurning því þú ert með landsliðsþjálfara núna í starfi, auðvitað hefur þú áhuga á því. Í fullkomnum heimi sæ ég landsliðsþjálfarastarfið þannig þegar allt skeggið sé orðið grátt. Þá er verið að verðlauna þig fyrir gott ævistarf.“

Hann segir íslenska liðið á spennandi stað og að næsta stórmót verði rosalegt. „Landsliðið er á spennandi stað, spennandi leikmenn að koma upp. HM 2026 verður líklega stærsta íþróttakeppni í sögunni, Kaninn kann að halda mót. Ég er einbeittur á Víkina og ég sé ekki ástæðu til að fara nema eitthvað mjög spenandi komi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dregið í enska bikarnum – Rosalegur leikur á Emirates

Dregið í enska bikarnum – Rosalegur leikur á Emirates
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn tekur margt jákvætt úr tapinu – „Við vorum að prófa hluti og rótera liðinu mikið“

Þorsteinn tekur margt jákvætt úr tapinu – „Við vorum að prófa hluti og rótera liðinu mikið“
433Sport
Í gær

Útskýra hvers vegna fyrirliðinn neitaði að bera regnbogaband um helgina

Útskýra hvers vegna fyrirliðinn neitaði að bera regnbogaband um helgina
433Sport
Í gær

Segja að Guardiola fái nú mun hærri upphæð til að eyða

Segja að Guardiola fái nú mun hærri upphæð til að eyða