Alexander Rafn Pálmason 14 ára leikmaður KR er á á reynslu hjá FCK, Kaupmannahöfn.
Þessi ungi leikmaður mun þessa vikuna æfa með FCK. Um helgina mun Alex fara með U15 ára liði FCK til Manchester og spila æfingaleiki við Man. Utd. og Man. City.
„Eflaust mikið ævintýri fyrir ungan KR-ing og erum við virkilega stolt af þessum efnilega leikmanni,“ segir á vef KR.
Alexander spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki KR í ár en faðir hans er fyrrum landsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason.