Pep Guardiola er að ganga frá samningi við Manchester City um að stýra liðinu áfram en núverandi samningur á að renna út eftir tímabilið.
Guardiola er þegar horft er í tölfræðina besti stjóri sem verið hefur í ensku úrvalsdeildinni.
City hefur unnið 74 prósent af leikjum sínum í ensku deildinni en þar á eftir kemur Sir Alex Ferguson.
Ferguson vann 65 prósent af leikjum sínum en hann er þó með 500 leikjum fleiri en Guardiola í deildinni.
Svona er tölfræðin.