Gerardo Martino hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari Inter Miami í MLS deildinni. Liðið féll óvænt úr leik í úrslitakeppni MLS deildarinar.
Martino tók við Miami á síðasta ári og stýrði liðinu í eitt og hálft ár.
Martino fékk starfið í raun í gegnum Lionel Messi besta leikmann Inter Miami en þeir höfðu unnið saman hjá Barcelona.
Martino sagði upp störfum vegna persónulegra ástæðna og nú þarf David Beckham eigandi Inter Miami að finna nýjan mann.
Inter Miami mun eflaust leita ráða hjá Messi, Luis Suarez og fleiri stjörnum áður en eftirmaður hans verður ráðinn.